24.2.2007 | 11:25
Ótrúlegt!
Bandaríkjamenn eru svolítið eins og hrekkjusvínið á leikskólanum, kasta steinum í alla en ef einhver kastar á móti þá verða þeir brjálaðir og klaga og plotta hefnd á morgun.
Ég held að það hljóti að koma að því að alþjóðasamfélagið losi sig undan ægivaldi Bandaríkjanna, það verður eiginlega að gera það því Bandaríkin eru engan vegin í takt við hugsunarhátt annarra þjóða og það er eiginlega stórhættulegt. Nú er ég ekki með hlutfallstölur á hreinu en mér sýnist, þegar maður fer yfir söguna, að Bandaríkjamenn hafi komið beint eða óbeint við sögu í flestum stríðsátökum síðari tíma (þar sem ekki er um að ræða borgarastyrjaldir). Þvílíkur árangur hjá þjóðinni sem telur sig samt í alvörunni vera heimsins bestu fyrirmynd.
En mottóið þeirra er auðvitað "Do as we say, not as we do." Það hefur aldrei þótt vænleg stefna í uppeldismálum, hvað þá alþjóðastjórnmálum...
Bandaríkin hafna því að hætt verði að nota klasasprengjur í stríði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skoðanabloggið
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sovétlíkingin á ágætlega við hjá þér. Land of the Free er eitthvert mesta rangnefni sem til er.
Að maður tali nú ekki um neitunarvald þeirra í SÞ, þar sem þeir stoppa allt sem heitir gagnrýni á Ísrael, og aðgerðir í þeim málum.
Einar Jón, 24.2.2007 kl. 14:07
BNA ( útleggst sem "bananalýðveldi"...)hefur sjaldnast átt upphafið að styrjöldum..en þeir hafa lagt hlutina/málin þannig upp að þeir koma inn á eftir hinum og skilgreina sjálfa sig sem hinn frelsandi engill fyrir þá ´þjóð sem þeir hafa "valið". Í WWII þá tilkynntu þeir heimsbyggðinni það að þeir myndu ekki ekki taka þátt nema að það væri ráðist á þá beint eða á þjóð sem heyrði undir þá = Pearl Harbour..og því hefur verið haldið fram að þeir hafi vitað af fyrirhugaðri árás Japana á flotann..en þeir leyfðu því að ske til þess að þeir gætu tekið þátt..sennilega til að prófa hvernig kjarnorkubomburnar myndu nú virka á menn og mannvirki....Svo í dag ..það er svooo rosalega lýðræðislegt að innleiða lýðræði hjá öðrum þjóðum með vopnavaldi......en það endar pottþétt á því að "lýðurinn" ræður = "lýðræði".. held að þeir rugli svolítið saman alræði og lýðræði...Held þeir ættu að reyta arfann úr eigin garði áður en þeir fara að hanna garð nágrannans...
Agný, 5.3.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.