N.N.

Nú er komið upp debatt um nafnlausa bloggara. Við virðumst vera annars flokks fólk með þriðja flokks skoðanir sem ekki er mark takandi á samkvæmt sumu sem maður les.

Ég er nafnlaust fyrirbæri á blog.is og ætla að vera það áfram, ekki vegna þess að ég þori ekki að koma fram undir nafni, ég blogga t.d. undir réttu nafni og mynd annars staðar og það er ekkert erfitt að komast að því bloggi, séu réttar leiðir farnar.   Ég er heldur ekki hrædd við að vinnuveitendur eða aðrir hafi eitthvað út á mín skrif að setja.  Ástæðan er einfaldlega sú að Moggabloggið er orðið að einhvers konar persónudýrkunaraltari þar sem enginn er maður með mönnum nema hann nái reglulega á vinsældar- eða haturslista, nema hvort tveggja sé.
Bæði í raunheimum og í bloggheimum er ég lítið fyrir að láta á mér bera, ég nenni ekki óþarfa samskiptum við fólk sem ég þekki ekki og hef engan áhuga á því að fólk "þekki" mig, bara af því að ég blogga.  Af hverju ætti ég þá að setja nafn mitt hér?  Þær skoðanir sem ég set fram eru mínar eigin og ég reyni að rökstyðja þær fyrir sjálfri mér eins og ég best get áður en ég ákveð að þær séu mínar.  Það fer ekki stafur frá mér sem ég er ekki tilbúin að standa við (eða endurskoða, sé þess þörf) og þetta blogg er bara alveg jafn persónulegt og bloggið hjá nafngreindum bloggurum.

Ég get skilið það að nafnlaus skítkastskomment við færslur eru ömurleg en nafnlaus blogg eru allt annar hlutur.  Það er manneskja af holdi og blóði hérna megin við skjáinn en það vill svo til að ykkar megin heitir hún Pannan, ekki Fjóla Sveinsdóttir.  Eða hvað annað sem maður heitir nú í raunheimum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Ég skoðaði umræðuna á síðunni hennar Sóleyjar Tómasdóttur, en nennti ekki að taka þátt í henni. Það sem þú skrifar hér er eins og ég hafi bara gert það sjálfur. Ég er ekki heldur fyrir það að vera áberandi, en byrjaði að blogga fyrir stuttu síðan með felumynd, en er þó smám saman að koma úr felum, kominn með aðeins skýrari mynd og nafn á bak við hana, sem er mitt rétta nafn. En það er svosum enginn neitt nær með það. Ég er held ég meira að blogga fyrir sjálfan mig en aðra, en það er auðvita gaman að hafa smá hóp í kringum sig til að skiptast á skoðunum og skemmtisögum

Brattur, 11.6.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Þarfagreinir

Við þyrftum kannski að stofna hagsmunasamtök Nafnlausra bloggara. Annars er ekki eins og við séum nafnlaus; við höfum okkar nöfn, þó það séu kannski ekki þau sömu og við notum 'þarna úti'. Það sem ég skil ekki er af hverju fólki finnst endilega bráðnauðsynlegt að geta tengt andlit og nafn við það sem er verið að skrifa til að fá botn í það. Standa orð ekki og falla með sjálfum sér?

Þarfagreinir, 11.6.2007 kl. 22:59

3 Smámynd: Brattur

Mér sýnist "hinir nafnlausu" síður en svo vera dónar á bloggsíðum, heldur þvert á móti málefnalegir og kurteisir... það eru "hin æðri" þessi með nöfn og myndir sem eru að agnúast út í okkur, oft með hvössum orðum og þykjast yfir okkur hafin.
Er "Huldufólkið" ekki skítugu börnin hennar Evu... við erum kannski skítuga fólkið sem þarf að fela? Það held ég ekki. En góð hugmynd að stofna samtök...

Brattur, 11.6.2007 kl. 23:15

4 Smámynd: Anna

Hmmm... þú segir nokkuð Brattur, okkur er haldið niðri af hinum nafngreindu en sjálf teljum við okkur hafa ýmislegt fram að færa og viljum fá að taka þátt í umræðunni á sömu forsendum og aðrir; sem einstaklingar.

Þetta er nokkuð ljóst, ónafngreindir eru konur bloggheimsins

 Hehe, sorrí, ég bara varð fyrst þessi umræða er sprottin út frá bloggi Sóleyjar Tómasdóttur, erkifeminista.  Sem, þökk sé blogginu hennar, ég veit hvernig lítur út og myndi kannski þekkja hana í Kringlunni!

Anna, 12.6.2007 kl. 00:52

5 Smámynd: Brattur

Já, það breytir auðvita öllu... ef þú getur þekkt þann sem er að blogga í Kringlunni, þá er nú fyrst mark takandi á viðkomandi.
Hvernig er t.d. með allt nám og þann texta sem fólk er að lesa. Er ekkert að marka það sem er skrifað nema það sé mynd af höfundi með textanum? Hafa skáld ekki skrifað undir dulnöfnum í gegnum tíðina? Er skáldskapurinn eitthvað verri fyrir það? Ég næ ekki alveg upp í þessa umræðu hjá hinum svölu, æðri og nafngreindu bloggurum... er framundan "jafnréttisbarátta" ónafngreindar í netheimum?

Brattur, 12.6.2007 kl. 08:03

6 Smámynd: Sigurjón

Mwahaha!  Ég er ekki nafnlaus og þar með ekki viðbjóður!

Sigurjón, 22.6.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanabloggið

Höfundur

Anna
Anna
Afar venjulega óvenjuleg manneskja.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • töggur
  • töggur
  • Algrímur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 423

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband