25.2.2007 | 11:24
O jæja...
Það fer pínulítið í taugarnar á mér að ég skuli vera meira sammála Heimdellingum en Vinstri Grænum, sem hefur verið flokkurinn "minn" undanfarin ár. En ég neita því ekki að mér finnst þeirra yfirlýsing meika meira sens heldur en að frelsa ástina með því að hafna klámi.
Tvö mál hafa fengið mig til að endurskoða hug minn til VG en þau eru tillaga þeirra um kynjakvóta í stjórnmálum og stjórnum fyrirtækja og fyrrnefnd yfirlýsing á landsfundi. Hvað kemur út úr þeirri endurskoðun er ekki komið endanlega í ljós, almennur málflutningur annarra flokka hefur hingað til ekki heillað mig. Nú þarf sumsé að byrja að sigta úr kosningamálflutning og alvöru málflutning, úúúú hvað ég hlakka til...
-
-
-
-
NOT!!!
Heimdallur hvetur stjórnvöld til að hafa í heiðri hefðir réttarríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skoðanabloggið
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég er 'því miður' mjög svo sammála Heimdellingum í þessu eins og skuggalega mörgu öðru.
Ég er þó farinn að missa trú á stjórnmálin hérlendis almennt - þetta er allt sama tóbakið, bara misvont.
Þarfagreinir, 25.2.2007 kl. 17:00
Sammála þér Anna. Þetta er orðið vont þegar maður er sammála hinum vængnum. Hefur flokkurinn ekki bara sagt skilið við okkur?
Gúrúinn, 25.2.2007 kl. 17:47
Ég sé ekki betur en að VG séu að reyna að fæla frá sér alla þá tilvonandi kjósendur sem bættust við hjá þeim síðustu mánuði.
Hvernig er öðruvísi hægt að skilja þessar tillögur og ályktanir þeirra síðustu mánuði.
Er að verða sammála Kela, nema að það þjónar engum tilgangi eins og kerfið er í dag.
<nöldur>
Ég myndi vilja að auðir seðlar teldu til þings. Ef X prósent þjóðarinnar vill ekkert af tóbakinu sem er í boði finnst mér að X prósent þingsæta ættu að vera "reyklaus". Þá fækkaði þingmönnum sem því nemur, og vonandi yrðu færri vitleysingar á þingi.
</nöldur>
Einar Jón, 26.2.2007 kl. 14:48
X-D nú sem endranær! Ávallt!
Sigurjón, 26.2.2007 kl. 18:13
Et tu, Sjonni...
Er ekki nóg af hugsunarlausum sauðum sem "pæla ekkert í pólitík, heldur kjósa bara sjálfstæðisflokkinn" eins og hann sé uppáhalds fótboltaliðið?
Einar Jón, 27.2.2007 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.