Já, horfum bara á Húsið á sléttunni í staðinn...

Ég er að hugsa um að boycotta Hótel Sögu fyrir að vera teprur.

 

Klámbransinn er bara þannig að sumir framleiðendur eru með allt sitt á hreinu, fara eftir lögum og reglum og gera allt til að halda í sín leyfi. Þessi hluti klámiðnaðarins er nákvæmlega það, iðnaður þar sem eftirlit er haft með framleiðslufyrirtækjum, leikarar eru skyldaðir til að fara í alnæmispróf einu sinni í mánuði og ef einhver undir lögaldri (18 ára) verður uppvís að því að leika í klámmynd er ekki bara viðkomandi sem er refsað heldur er framleiðslufyrirtækið sektað og því jafnvel lokað.

Það var þessi hluti sem var á leiðinni hingað til lands.  Fyrirtækin sem eru á gráum svæðum, jafnvel svörtum eru nú ekki vön því að gera hlutina svona opinbera, hóa saman hundruðum manna, auglýsa á opnum vefsíðum og þar fram eftir götunum.   Að bendla þennan hóp við barnaklám og annað ólöglegt athæfi er rógburður sem ég hef hvergi séð rökstuddan nema með dylgjum um að það hljóti að vera hægt að komast að slíku efni í gegnum tengla á heimasíðu.  Enginn hefur birt slíkan tengil, enda hef ég skoðað heimasíðuna og ekki fundið neitt slíkt sjálf og tel þetta því afar hæpna fullyrðingu.   Það næsta sem ég hef komist er að sjá texta (sem Katrín Anna, feministaforkólfur, hefur birt á sinni síðu) með lýsingu á fantasíu um barnapíur.  Engar myndir fylgdu með af viðkomandi barnapíum svo að ég veit ekki hvort það er nokkuð athugavert við þessa fantasíu mannsins, ég las textann og ákvað að ég væri ekki með nægar upplýsingar til að dæma um siðferðisgildi hans án þess að hafa frekara samhengi í hlutunum.  Út frá restinni af síðunni að dæma er þetta fyrirtæki sem er rekið í samræmi við lög og reglur, leikarar í myndunum átján ára og eldri og svo framvegis.

Það sem fer mest í taugarnar á mér er að það er allt sett undir sama hatt í þessari umræðu og þær konur (því það hafa mest verið konur og einstaka pólitíkusar sem halda að þeir fái meðvind með því að taka undir) sem hafa fjallað um þetta hafa dregið nauðugt vændi, barnaklám, mansal og annan sora inn í umræðuna.  Þörfin á slíkri umræðu er svo sannarlega til staðar, því það er deginum ljósara að margir eru fastir í eymdarneti vegna slíks, en að yfirfæra  hana yfir á það fólk sem ætlaði að koma hingað fyrir opnum tjöldum, skemmta sér og sjá Gullfoss og Geysi er rugl.  Já, ég ætla að segja rugl.  Þetta heitir, á góðu líkingamáli, að berjast við vindmyllur.  Að sjá draug í hverju horni.  Að geta ekki andskotast til að athuga að það eru ekki allir eins.  Sumar konur vilja fara í þennan bransa, það er engin mýta.  Ég vann sjálf á nektardansstað í tvö ár og kynntist þó nokkuð mörgum stelpum, jafn misjöfnum og þær voru margar.  Stelpur sem voru með bein í nefinu, stóðu á sínu og vissu hvað þær vildu voru langstærsti hópurinn af þeim sem ég kynntist.  Þær völdu sér það að fara í þennan bransa og vissu alveg hvað þær voru að gera.  Þetta er nefnilega eins og með mörg önnur störf, persónuleikinn spilar stórt hlutverk í því hvort maður er góður í því sem maður gerir eða ekki, ef maður er góður strippari, af hverju má maður þá ekki strippa?!

Og hvað er annars að því að vera góður klámleikari?  Eða réttara sagt leikkona, því það eru jú örugglega bara konurnar sem eru kúgaðar til að gera þetta og þær enda auðvitað bara í klámbransanum í algjörri neyð að uppfylla fantasíur fyrir graða gamla kalla...  Gleymum því annars bara að það eru til fyrirtæki sem framleiða klám sem er sérhæft fyrir konur (hef heyrt um a.m.k. 2 sem eru rekin af fyrrverandi klámleikkonum, þær voru ekki brotnari en svo eftir sína reynslu).  Gleymum svo bara þeirri staðreynd að meirihluti fólks hefur horft á klámefni og haft gaman af.  Gleymum því svo endilega að þar sem er framboð, þar er eftirspurn.  Já, gleymum okkur bara í fussi og sveii og því sem við persónulega myndum aldrei gera.

Ég myndi aldrei leika í klámmynd.  Það er bara staðreynd.  En mér dettur samt ekki í hug að skipta mér af því hvað aðrir gera.  Einstaklingur sem er kominn yfir átján ára aldur hefur allan heimsins rétt til að taka þær ákvarðanir sem honum sýnist.  Ef klámiðnaðinum yrði ýtt undir yfirborðið yrði ástandið bara verra.  Mér finnst eiginlega verst að sjá það viðhorf að það eigi bara að banna þetta, þá verði það ekkert vandamál.  Það sem er bannað er nefnilega oft stærsta vandamálið.  Fullorðið fólk á að fá að taka sínar ákvarðanir, hversu heimskulegar sem þær kunna að sýnast í augum annarra.  Ég tek það fram að ég lít alls ekki á mig sem frjálshyggjumanneskju en þetta finnst mér vera augljós staðreynd.

Eins og ég sagði, það er sorglegt að nú við upphaf 21. aldarinnar skuli mansal og barnaklám vera jafnalgengt og raun ber vitni en við skulum ekki búa til óvini þar sem þá er ekki að finna.

Ef Hótel Saga tekur klámmyndir af dagskrá þá er eins gott að það verði líka tekið fyrir ofbeldismyndir hvers konar og að það verði bara ekkert á dagskrá nema Húsið á sléttunni.  Það ætti ekki að fara fyrir brjóstið á neinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð grein og ég get tekið hér undir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2007 kl. 21:03

2 identicon

Þú ert mjög góður penni.Þetta er frábær pistill hjá þér og ég hreinlega gæti ekki verið þér meira sammála.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 01:45

3 identicon

Ég get tekið undir þetta hjá þér.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 02:42

4 identicon

Það var mikið að maður fann einhvern sem talar eins og viti borin  manneskja en ekki eins og trítil óður nornaveiðimaður sem fylgir háværustu manneskjunni í öllu sem hún gerir.

Omar Orn Hauksson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 03:05

5 Smámynd: halkatla

mér er nú illilega brugðið að heyra að þetta hafi verið svona saklaust, en núna er það alltíeinu dregið inní umræðuna og ég hef lesið það víða í dag og í gær, en hefði ekki mátt minnast á þetta fyrr? - einsog þú segir þá skildist mér og þeim sem kallast teprur að þetta væri hinn alversti sori sem væri á leiðinni og það voru ekki sleggjudómar hjá mér heldur ábendingar úr fréttum. Það er spurning hvort að maður hafi ekki óvart gefist forræðishyggjunni á vald án þess að taka eftir því... hver veit hver veit

kveðja frá stoltri tepru

halkatla, 23.2.2007 kl. 03:40

6 identicon

Sæl Anna

Loksins fann ég eitthvað vitlegt til að lesa um þetta mál.

Takk fyrir

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 09:17

7 identicon

Mikið djöfulli er ég sammála þér stelpa.
Skrifaði sjálfur grein um sama hérna;  http://blog.myspace.com/jimymaack

 Illa vegið að tjáningar og kynfrelsinu með þessu athæfi forpokaðra feminista og afdalabænda!

 kv J. Einar V. Bjarnason Maack

J.Einar V. Bjarnason Maack (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 09:48

8 Smámynd: SM

geisp

SM, 23.2.2007 kl. 10:11

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Talandi um leiklist í þessu sambandi, þá hefur það farið mest fyrir bjróstið á mér í þeim fáum klámmyndum sem ég hef séð að þar hefur leiklistin verið svo bágborin að maður hefur ekki fengið neina trú á að fólkið hefði meiri skemmtun eða unað af kynmökunum en þó það hefði staðið við að flaka fisk! Sorrý, kannski er ég á móti klámmyndum af alröngum ástæðum! Eiginlega móðgun við alvöru leikara að kalla þessi ósköp leiklist. Hef satt að segja aðeins einu sinni séð klámmynd þar sem fólkið virtist hafa gaman af því sem það var að gera, meira að segja hló og flissaði, enda held ég að þetta hafi verið amatörar!

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2007 kl. 11:54

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Anna þú kallar eftir nánari lýsingu á "barnapíusíðunni". Ég vil ekki dreifa linknum en hér er lýsing á síðunni til viðbótar við það sem þú ert þegar búin að lesa: Á síðunni eru ungar stelpur (sagt að séu 18 í texta neðst á síðunni). Þær líta mjög unglega út (lítil brjóst og unglegar/barnalegar í útliti). "Fantasían" gengur út á að gaurinn sem rekur barnapíuþjónustuna þurfi að refsa þeim þegar þær standa sig ekki í starfi. Meðal texta efst á síðunni: Give daddy some pussy. Cute girls loose their innocence. Exploited babysitters. Myndaseríurnar sjálfar eru mismunandi. Ein er t.d. stelpa með smekk sem á stendur "I love my daddy". Hún er með pela á einhverjum myndum. Sagan gengur út á að hún þurfi að kunna að meðhöndla ungabörn og kallinn ætlar að kenna henni það, meðal annars með því að kenna henni að gefa börnum snuð - en hann notar typpið á sér í staðinn. Myndirnar eru þannig að karlinn sést aldrei, heldur er fókusinn á stelpurnar. 

Önnur heimasíða gengur út á hópnauðganir á "hórum sem fá það sem þær eiga skilið" - og þar skín sársaukinn í gegn á öllum myndum.  Þriðja gengur út á myndir af óléttum konum eða "big-bellied sluts" eins og það er kallað. Þar er t.d. mynd af konu sem er kasólétt, önnur kona að stinga hlut upp í leggöngin á henni og textinn sem fylgdi með segir að það sé eins gott að þær fari varlega því annars geti einhver fengið marblett. 

Viðhorfin sem birtast í svona efni ná langt út fyrir efnið og þátttakendurna sjálfa og það er hlutur sem þarf að ræða.

Bendi að lokum á bókina BARE - þetta er snilldar bók. Skrifuð af konu sem valdi sér að vera súludansmær. Fannst það meira að segja gaman á köflum. Hætti og fór í háskólanám og í eitt sinn þegar umræðan barst að þessu i tíma og hún varð fjúkandi reið þegar kennarinn sagði við að hana að hún væri ein af þeim heppnu í þessum bransa því hún hefði losnað út í tæka tíð. Hún var gjörsamlega ósammála honum en þetta sótti á hana. Hún endaði því með að fara aftur á gamlar slóðir og rannsaka málið, fylgja nokkrum súludansmeyjum í gegnum ferilinn þeirra.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.2.2007 kl. 12:25

11 identicon

Fyrst að Steven Segal er lélegur leikari og drepur fólk í massavís í myndum sínum eigum við þá ekki bara að banna honum að gista á Hótel Sögu?

Við getum tekið annað dæmi, keppnisbox.  Margir boxarar eru strákar sem hafa brotist úr viðjum fátæktar með því að stunda ofbeldi þ.e. box.  Hægt er að segja að þeir hafi farið að fúsum og frjálsum vilja inn í boxið en líka af neyð.  Þeir voru betri að kýla heldur en að skjóta í körfu og þannig eignuðust þeir betra líf og fullt af peningum.  Þeir standa upp á sviði fyrir framan fullt af fólki og skemmta því með því að berja tennunar í öðrum og láta berja tennunar úr sér.  Þeir eru blóðugir, eiga á hættu að fá heilaskemdir o.f.v.  Keppnisbox er ólöglegt hér á landi. (þ.e. boxið þar sem ekki eru hjálmar o.þ.h.)  Við viljum ekki ofbeldi hér, og við í raun fordæmum það.  Margir hafa þó gaman af því að horfa á það.  Ef samtök boxara myndi koma til íslands til skrafs og ráðgerða... t.d. ræða hvernig best væri að rota andstæðingin o.þ.h. hvað þá??  Ættum við að banna þeim að gista á hótel sögu.  Myndum við búast við því að þeir færu að berja hvorn annan á göngum hótelsins og jafnvel æfa sig á óhörnuðum unglingum niðri í bæ?  Hvar ætlum við að stoppa fyrst við erum byrjuð?

Hafrún (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 14:31

12 Smámynd: Anna

Öhm, vá!  Ég átti ekki von á svona miklum viðbrögðum við grein um efni sem margir eru búnir að gera skil áður en takk fyrir það!  Ég hef því miður lítinn tíma til að svara en  ætla að fá að svara einum punkti;

Katrín, þú segir sjálf í svarinu að það sé tekið fram neðst á síðunni að fólkið á myndunum sé átján ára eða eldra.  Fólk sem lítur unglega út þegar það er orðið átján er engu að síður orðið sjálfráða og ræður hvaða (heimskulegu) ákvarðanir það tekur.

Þetta eru að sjálfsögðu sjokkerandi lýsingar og ég hef lítinn áhuga á að sjá afurðirnar sjálfar en það hvaða viðhorf koma þarna fram eru byggð á persónulegum smekk.  Ég hef ekki smekk fyrir þessu og ekki þú heldur en það má eiginlega bara ekki rugla saman persónulegum og pólitískum smekk í þessari umræðu því skv. lögum er enginn fótur fyrir því að banna komu fólksins á þessum forsendum.  Bara þótt við séum á móti því að þetta sé framleitt þá er það engu að síður löglegt.  Punktur.  Engin forsenda til að banna eitt eða neitt. 

Ég tel að það hefði verið áhrifaríkara að þið sem kallið ykkur feminista hefðuð sýnt hug ykkar í verki með mótmælastöðu eða eigin dagskrá þessa daga sem þessi hópur ætlaði að vera hérna.  Það er fáránlegt að það sé búið að blanda stjórnendum og eigendum Hótels Sögu inn í þessa umræðu, það gista þúsundir gesta á hótelinu árlega og miðað við mannflóruna má gera ráð fyrir því að hluti þeirra hafi gerst sekir um mun verri hluti.  Hvar á að draga mörkin?  Er það e.t.v. ætlun feministafélagsins héðan í frá að gerast sjálfskipaðir siðgæðisverðir hótela þegar kemur að erlendum gestum? 

Mig langar líka til að benda á athyglisverðan pistil sem Nornin skrifaði, þar veltir hún upp spurningunni hvort klámvæðingin sé í raun kláminu að kenna eða okkar eigin tepruskap þegar kemur að því að tala um kynlíf og skylda hluti. 

Anna, 23.2.2007 kl. 16:07

13 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Vel skrifað Anna Panna! En já, þetta barnapíu dæmi, hægt að fara djúpt í tilgang þess siðferðislega. Þarna eru stelpur yfir lögaldri að leika stelpur undir lögaldri, frekar twisted já og ekki fyrir minn smekk... En ég held það sé ekki okkar mál að vera siðferðislöggur og hafa hömlur á fantasíum hjá einhverjum creepum út í bæ, fyrir mér má hver og ein manneskja eiga sína hugsanir út af fyrir sig, svo lengi sem sú manneskja skaðar hvorki sig né aðra. Mín skoðun, bara mín skoðun...

Gunnsteinn Þórisson, 23.2.2007 kl. 18:43

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Má ég benda þér á það, Anna, að þessu fólki var EKKI BANNAÐ að koma til Íslands! Það hætti sjálft við að koma þegar Hótel Saga sagði upp þeim samningi um gistingu í hótelherbergjum þess sem fyrir lá, og hyggst hótelið taka þeim fjárhagslegu afleiðingum sem þessi uppsögn kann að hafa fyrir það.

Fyrir utan það að borgarstjórn Reykjavíkur hafði lýst yfir andúð sinni á fyrirhuguðu "ráðstefnuhaldi" hópsins gaf hótelið upp þá ástæðu fyrir riftuninni að hætta væri á miklu ónæði fyrir aðra hótelgesti (þá sem gista myndu þau af 209 herbergjum hótelsins sem um 40 ráðstefnugestir myndu  ekki hafa til ráðstöfunar) af fyrsjáanlegum mótmælastöðum/aðgerðum fólks sem ekki hugnaðist slík ráðstefna. Bændasamtökin hafa að sjálfsögðu engan lagalegan rétt til að banna komu fólks til landsins, en hljóta, í lýðræðisríki, að vera sjálfráð um þær ákvarðanir sem þeir taka um rekstur eigna sinna og einnig hvort þau treysti sér að taka við skellum sem af þeim ákvörðunum kunna að hljótast.

Bendi líka á að Hótel Saga er ekki eina hótelið eða gistiaðstaðan í Reykjavík, en álitamál er náttúrlega hvort Farfuglaheimilin hefðu nokkuð frekar viljað hýsa ráðstefnugestina, það hefði sennilega verið fullbókað hjá þeim. En kannski hefði Geiri á Goldfinger haft ráð með að útvega þeim gistingu, þar sem nú er tæplega hálfur mánuður til þess tíma sem ráðstefnan var fyrirhuguð. Öðru eins hefur nú verið reddað á þessu landi!

Endurtek: Fólkinu var ekki bannað að koma til Íslands, heldur tók það ákvörðun um það sjálft að hætta við komuna þegar því varð ljóst að það var ekki velkomið hingað.  

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2007 kl. 18:59

15 identicon

mér finnst ótrúlegt að fólk sjái ekki skaðsemina í þessum barnafantasíum. hvað ætlið þið td. að segja barnaníðingi þegar hann spyr: "En þau eru að gera þetta er þetta ekki bara normal? kemur engum við?" er ekki svo sannfærður að hann muni skilja svörin sem þið gefið. vitið þið að barnaníðingar sýna oft börnum klám áður en þau misnota þau? auðvitað er hægt að misnota allt en spurning hvort svona efni sé ekki einsog himnasending fyrir barnaníðinga. mér finnst að við ættum að fordæma svona efni án þess að þurfa að setja lög - annars erum við að bjóða upp á lögregluríki - því allt má nema það sé bannað með lögum. þið vonandi afsakið hversu stóryrtur ég er, á örugglega eftir að stuða einhverja, ég er þreyttur á að vera kallaður tepra þegar ég byggi viðhorf mitt á nákvæmlega þessu: "svo lengi sem sú manneskja skaðar [ekki] aðra" ég er bara ekki tilbúin að bíða eftir því að skaðinn er skeður. allt of mörg svoleiðis dæmi. klám er ekki lífsnauðsyn. við getum verið án þess. lágmark að nota það á ábyrgan hátt. að segja bara alltaf "kemur mér ekki við" er ekki ábyrgt. kynlíf með börnum og vísun í það á bara að vera off limit með eða án laga, annars eru börnin okkar í hættu.

sjonni ban (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 20:19

16 Smámynd: Sigurjón

Góður pistlingur hjá þér Anna mín.  Ég vil benda ofanrituðum að vinsamlegast sýna fram á að einhver úr þessum hópi sem væntanlegur var til landsins í marz hafi gerzt sekur um að hafa í frammi eða sýna kynlíf með börnum.  Ef ekki, skaltu bara athuga að þetta eru meiðyrði.  Það er alvarlegt mál að saka aðra manneskju um jafn alvarlegan glæp, án þess að gefa vísbendingar máli sínu til stuðnings.

Sigurjón, 24.2.2007 kl. 04:36

17 Smámynd: Anna

Gréta, ég veit að það var engum í raun bannað að koma en háværustu raddirnar í þessari umræðu vildu það nú samt og það er það sem er óforsvaranlegt.  Borgarstjóri ætlaði að setja af stað sína rannsókn til þess að hanka fólkið á einhverju sem væri hægt að nota sem rök fyrir því að meina því inngöngu í landið.  Ég gat alla vega ekki skilið betur.  Svo að þótt ekkert eiginlegt bann hafi verið þá var samt kallað eftir því og það er það sem ég er að tala um.  Útlendingar eru ekki vanir þessum hugsunarhætti Íslendinga að "redda" hlutunum á síðustu stundu, sérstaklega ekki ameríkanar, svo að mér finnst ekki skrítið að þau telji það vera of seint að finna aðra gistingu núna.  Eftir svona umfjöllun má líka telja ólíklegt að þau fengju að vera í friði með sína dagskrá svo að ég skil vel að þau hafi hætt alveg við.

Sjonni ban, jú, þessar barnafantasíur eru vissulega eitthvað til siðferðilegrar umhugsunar en flestir geta skilið milli fantasíu og raunveruleika.  Lestu t.d. bloggið hennar Jónu Ingibjargar sem hún gefur upp hér að ofan, þar hefur hún fjallað um það að klám og kynlífsefni geti virkað sem nokkurs konar öryggisventill, að fólk fái útrás fyrir sínar fantasíur með leiknu kynferðislegu efni (sem er nota bene leikið af fólki sem er yfir 18 ára) og finni ekki þörf hjá sér til þess að yfirfæra þær í sitt daglega líf. 

Þeir sem virkilega aðhyllast kynlíf með börnum eru hins vegar sjúkir menn sem myndu líklega (og ég segi líklega) finna leiðir til að svala þeirri þörf hvort sem þeir horfa á klám eða ekki.  Það að segja að barnaníðingur sýni börnum oft klám áður en hann misnotar þau er eins og að segja að allir fíkniefnaneytendur hafi borðað brauð í æsku.  Kemur fíkninni/sjúkleikanum ekkert við. 

Anna, 24.2.2007 kl. 10:44

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hjó eftir þessu hjá þér, Anna:"[...]en flestir geta skilið milli fantasíu og raunveruleika [...]

Flestir já, en ekki allir, þar á meðal barnaníðingar...verður ekki að hafa varann á gagnvart þeim sem ekki falla undir það að vera "flestir"...sem ég er ansi hræddum að séu nokkrir, þó þeir séu kannski ekki margir... 

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 12:55

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Líka þessu: "...ég veit að það var engum í raun bannað að koma en háværustu raddirnar í þessari umræðu vildu það nú samt og það er það sem er óforsvaranlegt...."

En var einhverjum bannað? Nei. Þess vegna finnst mér ekki rétt að tönnlast á því að fólkinu hafi verið bannað að koma, þegar staðreyndin er sú að það lét undan þrýstingi og hætti sjálft við. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 12:59

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Lika: "...það er óforsvaranlegt..."

Að hafa  skoðun og berjast fyrir henni...er það  óforsvaranlegt?

Nei, það heitir að búa við lýræði. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 13:04

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

LÝÐRÆÐI átti þetta nú að vera. Held ég sé orðin lesblind á gamals aldri. En líka frekar vont að lesa hvíta stafi á svörtum grunni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 13:05

22 identicon

Gréta Björg sagði:
"Hjó eftir þessu hjá þér, Anna:"[...]en flestir geta skilið milli fantasíu og raunveruleika [...]

Flestir já, en ekki allir, þar á meðal barnaníðingar...verður ekki að hafa varann á gagnvart þeim sem ekki falla undir það að vera "flestir"...sem ég er ansi hræddum að séu nokkrir, þó þeir séu kannski ekki margir... "


Þessi "rök" má líka nota til að mótmæla sýningu formúlu eitt í sjónvarpinu, það er til fólk sem horfir á formúluna, einhverjir úr þeim hópi væru vísir til að keyra of hratt innanbæjar eftir að hafa séð kappaksturinn í Mónakó af því að þeim fyndist það eðlilegt. Eins væri hægt að heimta bann við starfsemi umhverfisverndarsamtaka vegna þess að einhver þeirra hafa gripið til aðgerða eins og að sökkva hvalbátum, sigla á skip og jafnvel myrða fólk í nafni umhverfisverndar. Íslenskir umhverfisverndarsinnar gætu séð það sem fullkomlega eðlilegan part af mótmælunum og farið að sprengja stíflur eða vinnuvélar.
Nú eða mótmæla tilvist kvennaathvarfa þar sem til eru dæmi um að starfsfólk á slíkum stöðum hafi hvatt konur til að kæra karlmenn fyrir nauðganir eða ofbeldi sem aldrei áttu sér stað.

Gréta Björg heldur áfram:
"En var einhverjum bannað? Nei. Þess vegna finnst mér ekki rétt að tönnlast á því að fólkinu hafi verið bannað að koma, þegar staðreyndin er sú að það lét undan þrýstingi og hætti sjálft við."

Hvoru tveggja er della, fólkinu var ekki bannað að koma en þau létu heldur ekki undan þrýstingi og hættu sjálf við. Hótelið tilkynnti þeim að þau væru ekki velkomin og afbókaði pantanirnar. Þau höfðu ekkert um það að segja.

Það er ótrúlegt að hlusta á fólk sem er á móti klámi á þeim heimatilbúnu forsendum þess að konur geti ekki sjálfviljugar tekið þátt í gerð kláms en þykist síðan á sama tíma vera málsvarar persónufrelsis og sjálfsákvörðunarréttar einstaklingsins. Þetta sama fólk vill brjóta á hvorutveggja, fólk má ekki ákveða sjálft að leika í klámmyndum vegna þess að það er vont fyrir það og fólk má ekki horfa á klámmyndir því það gæti hugsanlega verið að stuðla að brotum á fólkinu sem ekki má ákveða sjálft að leika í klámmyndum.
Þetta er ekkert annað en hræsni, einstaklingurinn má hafa sínar eigin skoðanir svo framarlega þær eru þær sömu og skoðanir forsjárhyggjufólksins.

Gulli (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 13:44

23 identicon

Annars eru kommentabálkar á bloggsíðum femínista (eins og Önnu Katrínar) orðnar torlæsilegar vegna þess að þar er ótt og einatt verið að vísa í athugasemdafærslur sem síðueiganda hefur ekki þótt málstað sínum þóknanlegar og því fjarlægt þær. Lýðræði og tjáningafrelsi my ass. Svo ég nefni hliðstæðu, þá gerðu nazistar í Þýskalandi upptæk útvarpstæki heimilanna og Josef nokkur Goebbels stóð fyrir þeirri nýlundu að framleidd var nýtt tæki - Volksempfänger VE-301 eða "þjóðarviðtækið" (301 stóð fyrir 30. Janúar, en það var dagurinn sem nazistar náðu völdum árið 1933) sem kostaði 76 Reichsmark. Þessi tæki voru þeim kostum búin, eða öllu heldur þeim annmörkum háð, að þau náðu bara tíðnum þeirra stöðva sem voru Josef þóknanlegar. Annars er ég ekkert að sýta það að þessar síður verði enn samhengislausari, því bloggsíður án þeirra athugasemda sem berast eru að mínu mati harla lítils virði. Farið hefur fé betra.   

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 10:56

24 Smámynd: Sigurjón

Algjörlega sammála tveimur síðustu stafþrykkjurum.

Sigurjón, 26.2.2007 kl. 18:22

25 Smámynd: M. Best

<img src="http://images.google.is/imgres?imgurl=http://www.gfim.org/kleurplaat_ma_dalton.gif&imgrefurl=http://www.gfim.org/kleurplaat.htm&h=1169&w=840&sz=18&hl=is&start=37&tbnid=GmCmyJuDQ3ZnfM:&tbnh=150&tbnw=108&prev=/images%3Fq%3Dlucky%2Bluke%2Bma%2Bdalton%26start%3D21%26ndsp%3D21%26svnum%3D10%26hl%3Dis%26client%3Dfirefox-a%26rls%3Dorg.mozilla:en-GB:official%26sa%3DN">

Holdgerfingur hins Íslenzka Feminizta

M. Best, 26.2.2007 kl. 19:55

26 identicon

Gréta: "Má ég benda þér á það, Anna, að þessu fólki var EKKI BANNAÐ að koma til Íslands! Það hætti sjálft við að koma þegar Hótel Saga sagði upp þeim samningi um gistingu í hótelherbergjum þess sem fyrir lá, og hyggst hótelið taka þeim fjárhagslegu afleiðingum sem þessi uppsögn kann að hafa fyrir það."

Það er kannski ósmekklegur samanburður, en það má líkja þessu við að hótelið hefði bannað 150 kínverjum að gista, afbókað þá á síðustu stundu, vegna þess að einhver hópurinn í þjóðfélaginu segði að kínverjar borðuðu hunda og börn.

Málið er að það voru brotin réttindi á þessu fólki, vegna þess að hluti þess vinnur við. Femínistafélag Íslands var fremst í flokki þeirra sem vildu að hótelið mismunaði því sökum þess sem það starfar við.

Fín grein Anna, fínar umræður. Undarlega lítið um skítkast - ætli mesti æsingurinn sé ekki farinn úr fólki.

Gréta þú ert svolítið mikið í því að finnast þú vita best, en svarar annars ágætlega fyrir þig og þínar skoðanir (ég myndi t.d. ekki vísa þér af hóteli mínu eða synja þér afgreiðslu í verslun á mínum vegum vegna skoðana þinna). 

)()()()()()()()svigi svigi svigi()()()()()()( (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 18:13

27 identicon

Málið er að það voru brotin réttindi á þessu fólki, vegna þess að hluti þess vinnur við eitthvað sem að sumum geðjast ekki að.

hefði þetta átt að vera ...

)()()()()()()()svigi svigi svigi()()()()()()( (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 18:15

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frábær pistill hjá þér Anna. Sumir þreytast ekki á því að benda á sorann og glæpina sem vissulega eru í þessum bransa en málið snýst bara ekkert um það. Þetta er einfaldlega prinsipp mál um mannréttindi þeirra sem ekki er tengdur þeim sora. Þetta snýst líka um það hvar svona ofsóknir enda og hver er þess umkominn að vera bæði dómari og böðull í þessum efnum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.2.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanabloggið

Höfundur

Anna
Anna
Afar venjulega óvenjuleg manneskja.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • töggur
  • töggur
  • Algrímur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband