Þegar fólk veit ekki hvað það er að skrifa...

Nú hef ég tekið þátt í uppeldi barna í Ammríkunni og ætla því að leyfa mér að gera ráð fyrir að hún Heidi sé ekki með lifandi gullfisk í Tupperware boxi sem hún dregur upp í staðinn fyrir hringlu þegar barnið grætur. Í Bandaríkjunum er nefnilega til kex sem heitir Goldfish og er afar vinsælt sem „snakk“ hjá ungum börnum og foreldrum þeirra og allir vita hvað átt er við þegar foreldrar tala um goldfish!

 

Er ekki kominn tími á einhvers konar verðlaun fyrir klúðurslegar þýðingar og orðalag hjá mbl? 

Og þar fyrir utan, hver í ósköpunum er fréttin í þessari klausu?  Að mæður þurfi að sjá til þess að börnin þeirra hafi allt til alls?  Er þetta e.t.v. auglýsing fyrir OK blaðið?  Eða fannst einhverjum bara ótrúlega fyndið að Heidi væri með gullfisk í töskunni (og misskildi þetta þarmeð all svakalega)?! 

Þetta furðulega „frétta”mat ritstjóra fjölmiðla í dag er frekar sorglegt...


mbl.is Með gullfisk í bleyjupokanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Bara kvitta fyrir komuna...

Heimir Tómasson, 11.12.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanabloggið

Höfundur

Anna
Anna
Afar venjulega óvenjuleg manneskja.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • töggur
  • töggur
  • Algrímur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband