Klukk, klukkedí klukk klukk klukk...

Jæja.  Kela datt í hug að ég ætti mér einhver dimm og djúp leyndarmál sem ég þyrfti að játa fyrir alþjóð en það eina sem þið fáið að vita er þetta hér:

1. Ég hef búið úti á landi.  Það var ekkert sérstaklega gaman og ég sé ekki fyrir mér að það gerist nokkurn tíma aftur.  En eftirá að hyggja var það svosem ágætt, stundum þegar eitthvað slæmt gerist þá hugsa ég með sjálfri mér; „Æ þetta var leitt en það gæti verið verra, ég gæti verið ennþá á X-firði.”  Maður verður sko að sjá hlutina í samhengi!

2. Ég er afar innræn og einræn manneskja og mér hefur aldrei leiðst í eigin félagsskap.  

3. Ég léttist um rúm 30 kíló án þess að stíga fæti inn í líkamsræktarstöð.  Það tók tíma og það er meira eftir en ég er sátt!

4. Ég hef aldrei verið mikið fyrir sopann en ég hætti einu sinni að drekka áfengi í rúm 2 ár eftir að hafa vaknað upp í sérlega slæmu þynnkukasti, á þeim tíma gat ég varla fundið lykt af áfengi, þá var magiAlgrímurnn kominn í hönk!  Í dag drekk ég áfengi í hófi (eða sko aðallega hófum...  ehehehehehehehe).

5.  Ég á dásamlega fallegan og fjölhæfan páfagauk sem heitir Snúður og er með einn fót eftir slys (þó systir mín haldi því fram að hún sé búin að ættleiða hann) og svo vil ég líka meina að ég eigi nú nokkur hlutabréf í krúttukisanum Algrími (þó ekki ráðandi hlut).  Myndin hér til hliðar er einmitt af honum Algrími þegar hann var bara pínupons, nú er hann stór og mikill unglingur og verður bráðum stór og feitur kisukall.

6. Hetjan mín og átrúnaðargoð heitir Joss Whedon, hinn sami og gerði þættina um Buffy, Angel og Firefly.  Hann er ótrúlega fjölhæfur og hæfileikaríkur og segir magnaðar sögur.  Ég á óskrifaða og hálfkláraða hugmynd að sögu sem gerist í svipuðum ævintýraheimi og hann bjó til í B&A en ég þori eiginlega ekki að skrifa hana því hann er búinn að setja svo háan standard!

7. Mér leiðist fólk sem fussar og sveiar yfir Séð og Heyrt en rífur það svo í sig í röðinni í Bónus.  Ef þú lest blaðið, vertu þá að minnsta kosti manneskja til að viðurkenna það (ég skal samt viðurkenna að ég les það ALDREI! Þetta er sorp og viðbjóður og á ekkert erindi fyrir mín augu, ég les það ekki einu sinni á biðstofum).  Ég þoli heldur ekki fréttamat ýmissa ritstjóra sem ýta yfir mann ‘fréttum’ af Paris Hilton, Pete Doherty (ég heyrði loksins lag með hljómsveitinni hans um daginn en samt hafa fjölmiðlar séð til þess í mörg ár að ég veit allt of mikið um þennan mann), Beckhömunum og álíka fjaðurvigtarheilum.

8. Ég hlusta heldur aldrei á fm 957 og hef ekki gert í mörg ár.  Ég lít ekkert sérstaklega niður á fólk sem hlustar á fm (og skilgreinir sig jafnvel sem hnakka) en ég vorkenni þeim píííííínu yfir að komast ekki ‘lengra’ í tónlistarsmekk eða frumlegri hugsun.

Og já, ef það eru einhverjir þarna úti sem hafa ekki verið klukkaðir, consider yourselves klukked!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanabloggið

Höfundur

Anna
Anna
Afar venjulega óvenjuleg manneskja.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • töggur
  • töggur
  • Algrímur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband