Nei takk, þú þarft ekkert að hugsa fyrir mig, ég get það alveg sjálf.

Ætli það sé einhver bloggari sem aðrir bloggarar blogga jafn mikið um og hann Jón Valur Jensson*?  Hann er... eigum við ekki bara að segja spes?!
Í dag gat ég ekki setið á mér og kommentaði við færslu hans Brigðular forsendur vígorða homma og lesbía, aðallega vegna þess að ég (og fleiri) gat ekki lesið annað út úr greininni en að hann væri að líkja samkynhneigð við barnaníð og dýragirnd.  Eftirfarandi er t.d. orðrétt úr færslu Jóns:

„Loks má spyrja, hvort það sé rétt, að hvaða kynhneigð sem er sé ástæða til stolts. Fáeinir hafa það, sem kallað hefur verið afbrigðileg kynhneigð: til barna, til sado-masochisma, til sifjaspella, jafnvel til maka við dýr (eins og einhver agnarlítill minnihlutahópur bræðra okkar Dana mun farinn að stunda). Á fólk í alvöru að vera "stolt af [slíkri] kynhneigð og kynímynd"? Ef ekki, hvernig er þá hægt að setja þessi orð fram sem almenna reglu?”

og einnig: 

„Þá gellur í mörgum, sem segja: "Þeim er það náttúrlegt og eðlilegt, hinum samkynhneigðu, liggur það ekki í augum uppi?!" -- En geta ekki þeir, sem hafa barnagirndina, sagt það sama, að þeim sé slíkt "eðlilegt", sem og ýmsir aðrir með annars konar hneigðir?”

 

Þar sem Jón Valur þurrkaði svörin mín að sjálfsögðu út (hann dæmir ekki innihald, heldur útlit) þá hef ég ákveðið að endurbirta þau hér.

Komment númer 2 við þessa færslu hans var sumsé þetta hér:

_______
*Bwaahahahahahahahahah*
Fyrirgefðu, það hlægir mig bara óendanlega mikið þegar trúaðir fara að tala um að þeir vilji vísindalegar og náttúrulegar skýringar á einhverju, sbr. setningu þína: "Engin sönnun liggur fyrir um, að samkynhneigð sé meðfædd eða arfgeng"
Trú er hvorki meðfædd né arfgeng, né vísindalega sönnuð, eigum við ekki bara að losa okkur við hana?!

Og að líkja fullorðinni manneskju sem í skjóli fíknar og losta leitar á lítil, varnarlaus börn við aðra fullorðna manneskju sem stundar ábyrgt kynlíf með  manneskju sem hefur til þess aldur og þroska er stórundarlegt.
_______

 

Eftir þetta kom að sjálfsögðu áminning um að innlegginu yrði eytt nema ég birti föðurnafn og ég svaraði með þessu:

_______
Ég kem ekki til með að birta eftirnafn mitt hér, orð mín standa og falla með sjálfum sér, ekki hver er á bak við þau.  Ég geri mér fulla grein fyrir því að þau verða að öllum líkindum tekin út en ég vona samt að þú lesir þau fyrst.

Ég verð samt að segja að fyrir mitt leyti er erfitt að lesa annað út úr skrifunum en að þú setjir samkynhneigð í sama flokk og barna- eða dýragirnd; að samkynhneigðir eigi annað hvort að fela sínar kenndir eða barna- og dýraníðingar að fagna sínum með skrúðgöngu. 

Þarna ertu hins vegar að bera saman tvo ólíka hluti.  Eins og ég bendi á þá eru samkynhneigðir fullorðnir einstaklingar sem leita eftir samskiptum við aðra fullorðna einstaklinga og þau samskipti fara fram með samþykki beggja aðila.

Barna- og dýraníð er nauðgun.  Fullorðinn aðili notfærir sér líkamlega og andlega yfirburði til að svala fýsnum sínum án tillits til samþykkis fórnarlambs.  Að sjálfsögðu eiga slíkir gerendur ekkert erindi í fagnaðargöngu og sálarmorð er ekkert til að vera stoltur af.  Ég vona að þú sjáir muninn á þessu tvennu en ef ekki, geturðu þá sagt mér hvert fórnarlambið í samkynhneigðu sambandi er?  Fyrir utan náttúrulega siðapostulana sem líta á slík sambönd sem persónulega árás á sig... 
________

 

Það má náttúrulega deila um hversu málefnaleg svör þetta eru en ég vil ekki meina að þetta séu ósanngjarnar ásakanir eins og hann sjálfur skrifaði um ástæður útþurrkunarinnar, þetta er það sem ég les út úr skrifunum hjá manninum og hlýt að svara því þar sem þetta er pínulítið hitamál hjá mér. 
En það má svo sem líka deila um hversu málefnalegur JVJ er í sínum færslum.  Umræða verður nefnilega ekki alltaf málefnaleg þótt maður geti fært rök fyrir sínu máli og vitnað í þrjá mismunandi fræðinga og sjö skýrslur og hendi svo út kommentum frá þeim sem eru ósammála.  JVJ virðist hins vegar líta á kommentakerfið sitt sem persónulega keppni í ‘rökum’ og maður les í gegnum línurnar að það hlakkar í honum þegar hann svarar með vísun í fansí og smansí heimildir og talar niður til þeirra sem setja sínar eigin skoðanir bara beint á blað úr hausnum á sér.   Þær eru þó a.m.k. manns eigin.

Þar er kannski bloggpersóna JVJ í hnotskurn, maður sem hefur ekki skoðanir nema þær hafi verið skrifaðar einhvers staðar fyrst.  Þótt skriftirnar hafi farið fram fyrir 2000 árum í allt öðru samfélagi er það samt skrifað og þá er það rétt.  Punktur.

Hvernig nennir fólk annars að eyða allri þessari orku í að hugsa fyrir aðra? 

 

__
* Það skal tekið fram að þótt JVJ sé nafngreindur hér þá er það einungis vegna þess að hann kýs sjálfur að koma fram undir nafni á netinu.  Gagnrýni mín er þó ekki byggð á hans persónu fyrir utan bloggheima, sem ég hef ekki hugmynd um hver er og er alveg sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Bara að segja eitt stutt. Þetta eru svakalega góð komment hjá þér við skrifum JVJ og mjög vel tekið á þessu máli hjá þér... þú ert kurteis en ferlega föst fyrir...

Brattur, 14.6.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Sigurjón

Sammála því.  JVJ er greinilega öfgamaður sem þolir ekki gagnrýni á sín skrif.

Sigurjón, 22.6.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanabloggið

Höfundur

Anna
Anna
Afar venjulega óvenjuleg manneskja.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • töggur
  • töggur
  • Algrímur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband