9.5.2007 | 17:17
Lítil saga...
Þegar ég var á öðru ári í menntaskóla byrjaði ég að læra félagsfræði, enda á félagsfræðibraut. Í einum tímanum fórum við í skemmtilegan leik sem gekk út á það að allir fengu ákveðinn fjölda af lego kubbum. Hver kubbur hafði ákveðið mörg stigagildi sem fór eftir lit hans og leikurinn gekk út á það að skiptast á kubbum og reyna að fá sem flest stig. Ef maður náði að hafa alla kubbana af einum lit skipti ekki máli hvernig liturinn var, það var gefið hæst fyrir að vera með alla eins, annars bara einföld samlagning. Leiknar voru þrjár lotur, eftir hverja var stigafjöldi hvers nemanda skrifaður upp á töflu og lagður saman í lok leiks.
En þá kom raunverulegur tilgangur leiksins í ljós. Hópnum var skipt í tvennt; þeir sem höfðu flest stig og þeir sem höfðu fæst og sagt að nú myndum við taka eina umferð í viðbót en hópurinn sem hefði fleiri stig fengi að ráða leikreglum og bæta við leikinn algjörlega eftir eigin höfði. Útkoman var sú að þau ættu að fá að byrja með alla hæstu kubbana, þau gætu fengið að skipta einum kubbi fyrir 2 o.s.frv (man þetta ekki nákvæmlega, það eru víst komin nokkur ár síðan ég var á öðru ári í menntaskóla). Minn hópur (með lægri stigin) tók þessu ekki þegjandi og fór í verkfall, neituðum að leika leikinn áfram og sökuðum þau um óréttlæti.
Það var auðvitað engin önnur umferð en hún átti heldur aldrei að vera. Tilgangur leiksins var að sjá hvaða ákvarðanir hópurinn sem á tekur og samkvæmt því sem kennarinn sagði brást það aldrei að sá hópur tók ákvarðanir sem komu einungis honum sjálfum til góða og reyndu að ná sem mestu af hinum hópnum.
Hins vegar hafði hún aldrei lent í því að fátækari hópurinn gerði uppreisn, ég er mjög stolt af að hafa tilheyrt honum!
Af hverju ætli þessi saga hafi komið upp í huga minn svo stuttu fyrir kosningar???
Viðbót: Ég rakst á þessa færslu sem sýnir á nánast grátlegan hátt að ákvarðanir ráðamanna eru ekki alltaf í samræmi við vilja og þarfir fólksins...
Um bloggið
Skoðanabloggið
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
3 dagar í kosningar held að Framsókn bæti í
leeds (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 17:33
Núverandi ríkisstjórn er stjórn þeirra sem eiga kubbana ...
Þarfagreinir, 9.5.2007 kl. 17:40
Leeds; það er rétt hjá þér að það eru 3 dagar í kosningar. Restina er ég ekki alveg jafn viss um...
Þarfi; Mikið rétt og þeir eru búnir að búa til nýju reglurnar. Nú er bara spurningin hvort við látum þetta ganga yfir okkur eins og áður eða hvort við séum tilbúin til að rísa upp og mótmæla reglubreytingunum!
Anna, 9.5.2007 kl. 17:53
Flottur leikur, þarf að prófa hann einhvern tíma á ungum krökkum
Kolgrima, 16.5.2007 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.