27.4.2007 | 11:56
Ha, er spilling á Íslandi?!
Mér finnst alltaf hlægilegt þegar Ísland kemur vel út úr könnunum á spillingu í stjórnmálum.
Það hefur aldrei farið mikið fyrir pólitískri ábyrgð hér á Íslandi. Fram á 8. áratug síðustu aldar var fyrirgreiðslupólitíkin sem var stunduð hér á landi þvílík að þeir sem höfðu engin tengsl innan flokka áttu hreinlega erfitt með að fá afgreiðslu í kerfinu og flestum fannst þetta bara eðlilegt! Það var varla ráðið í embætti öðruvísi en að vinur, frændi eða hálffrændi uppeldisbróður afasystur besta vinar fengi stöðuna. Sem betur fer breyttist þetta en spilling og fyrirgreiðslupólitík hafa alls ekki horfið úr íslenskum stjórnmálum.
Það að beygja reglur sem greiða fyrir vini og vandamenn er spilling (flokkast sem smáspilling samkvæmt skiptingu Arnolds Heidenheimers en spilling engu að síður). Það að Jónína segist ekki hafa vitað neitt eða beitt sér sérstaklega í þessu máli þvær ekki spillinguna í burtu. Reglur voru beygðar, hvort sem hún kom nálægt því eða ekki.
Í ritinu Ábyrgð, valdsvið og stjórnunarumboð Forstöðumanna ríkisstofnana sem Fjármálaráðuneytið gaf út árið 2000 er fjallað sérstaklega um ábyrgð ríkisstarfsmanna og þar segir:
Ríkisstarfsmaður:
-er ábyrgur fyrir ákvörðunum, árangri og háttsemi
-er óhlutdrægur og hlutlaus
-gætir sjónarmiða um lögmæti, hlutlægni, jafnræði og meðalhóf
-gætir sjónarmiða um aðgang að upplýsingum og gegnsæi stjórnsýslunnar
Hvað af þessu á við um afgreiðslu þessarar umsóknar?
Í ritinu segir einnig að:
"Reynsla annarra þjóða sýnir að vitneskja um ákvörðun skiptir takmörkuðu máli þegar meta á hver beri ábyrgð. Ef ráðherra ber aðeins ábyrgð á því sem hann hefur vitneskju um getur það leitt til þess að hann eða aðrir ákveði að hann fái ekki upplýsingar um tilteknar ákvarðanir. Augljóst er að slíkt getur ekki leitt til ábyrgrar ákvarðanatöku."
Þetta mætti auðveldlega heimfæra upp á þetta mál þar sem hver virðist benda á annan og halda að ef þau nái að sannfæra okkur almenning um að enginn hafi vitað neitt þá sé þetta einfaldlega engum að kenna (t.d. Guðrún Ögmundsdóttir, sjá hér).
En það er svo augljóst að þarna er um eitthvað allt annað en eðlileg vinnubrögð að ræða að það er einfaldlega barnalegt og heimskulegt af fullorðnu fólki að láta svona, ef maður er ekki tilbúinn til að standa með ákvörðunum sínum þá á maður ekki að taka þær.
Í sömu heimild segir einnig um pólitískar afsagnir:
"Afsögn ráðherra hefur þá þann tilgang að sannfæra almenning um að vanræksla eða mistök séu tekin alvarlega og hafi afleiðingar. Með þessu móti er skaði lágmarkaður og traust endurbyggt. Afsögn ráðherra þarf ekki að þýða endalok stjórnmálaferils. Mörg dæmi eru um að ráðherrar sem hafa þurft að víkja hafi síðar fengið ný ráðherrastörf."
Hvenær voru vanræksla og mistök síðast tekin alvarlega og höfðu afleiðingar hér á Íslandi?
Annars vorkenni ég helst stelpunni að vera allt í einu orðin að pólitísku bitbeini í kosningabaráttu í ókunnugu landi...
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skoðanabloggið
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.