27.2.2007 | 19:54
Sniðugt...
...er hægt að fá þessa blöndu til heimilis- og einkanota?! Það er hræðilegt að koma heim þegar sólin skín svona lágt á lofti, hvert einasta rykkorn í loftinu jafn áberandi og gulur túlípani í rauðum rósavendi. Og ryk sem svífur í loftinu hlýtur að vera svifryk...
Ryk út um allt og þvottavélin réðist á mig með bláum blossa þegar ég ætlaði að setja hana af stað. Mér líður ekki mjög húsmóðurlega í dag...
Götur í Reykjavík rykbundnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skoðanabloggið
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þó að rykkornin verði athyglissjúk í vetrarsólinni er algjör óþarfi að taka of mikið eftir þeim. Það gildir bara að horfa - en sjá ekki!
Ég hef gert það með góðum árangri!
Víðir Ragnarsson, 27.2.2007 kl. 20:23
Hmm það eru þvottavélar á 19.999 í BT
Er kominn tími á að skipta?
Agnes (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:51
Reddar ekki Rainbow svona rykdæmi?
Má bjóða þér í þvottaheimsókn til okkar Snúðs, getur sett í báðar vélarnar á meðan við sötrum te úr hvítþyrni
Ísdrottningin (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 17:34
Þó ég sé mjög mikill sólardýrkandi þá verð ég að viðurkenna að ég er ekkert mjög hrifinn af henni blessaðri þegar hún sýnir mér allt rykið ..þá kemst sko upp um mann eða letina við heimilisstörfin...
Agný, 8.3.2007 kl. 12:42
Þvottavél úr búð sem hét Bónus Tölvur hljómar síður en svo traustvekjandi.
Hvað rykið varðar þá ætti rakatæki kannski að ná þessu úr loftinu, eða já Rainbow. Rainbow kostar bara nokkura mánaða venjulegt kaup þannig að ef þig langar í Rainbow verður þú að starfa sem bankastjóri í tvo daga eða svo...
... ömm Þarfi? ... Sko....
B Ewing, 8.3.2007 kl. 17:39
Nei B minn, það er líka hægt að kaupa Rainbow heimilis-loftræstitæki á 12,900 krónur að mig minnir en þú getur ekki ryksugað gólf og teppi með því.
Ísdrottningin, 8.3.2007 kl. 19:10
Heyrðu já, Þarfi hlýtur að verða stöðuhækkaður upp í bankastjóra bráðum, það ætti að redda þessu!
Anna, 8.3.2007 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.